Börn eða braggi? Davíð Þorláksson skrifar 10. október 2018 07:00 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun