Viðskipti innlent

61 prósent landsmanna vill banna einnota plastpoka í verslunum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fréttablaðið/Eyþór
61 prósent landsmanna eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum, ef marka má nýja könnun MMR. 41 prósent eru mjög hlynntir og tæp 21 prósent frekar hlynntir.

Þá kváðust 21 prósent svarenda vera andvígir banni á einnota plastpokum í verslunum en 9 prósent kváðust mjög andvíg. 

Konur voru líklegri en karlar til að vera hlynntar banni á einnota plastpokum. Þá voru svarendur í yngsta aldurshópi 18-29 ára, líklegust til að vera fylgjandi banni á plastpokum.

Stuðningsfólk Samfylkingar (71%), Pírata (69%) og Vinstri grænna (64%) var líklegast til að vera fylgjandi banni á einnota plastpokum. Þá var stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins (33%), Viðreisnar (28%) og Flokks fólksins (28%) líklegast til að vera andvígt banni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×