Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 13:26 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra. Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra.
Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent