Viðskipti innlent

Bónus hættir með plastpoka

Andri Eysteinsson skrifar
Verslanir Bónus eru 32, hér er verslunin í Faxafeni.
Verslanir Bónus eru 32, hér er verslunin í Faxafeni.
Bónus hefur hætt sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. Frá þessu er greint á Facebook síðu verslunarinnar.

Ákvörðun hefur verið tekin um að bjóða frekar upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka samkvæmt því sem segir í færslunni.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus sagði í samtali við Vísi að unnið hafi verið að því að hætta með plastpokana í eitt og hálft ár af umhverfissjónarmiðum.

Vinna hafi staðið yfir í að finna niðurbrjótanlegan poka sem stæðust kröfur neytanda, til dæmis varðandi styrk.

Guðmundur segir nýju pokana þó ekki vera í sama flokki og plastið en hvetur neytendur til þess að nýta sér fjölnotapoka frekar en einnota burðarpoka en Bónus hyggst gefa viðskiptavinum slíka poka næstu daga.

Bónusverslanir landsins eru 32 talsins og eru þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptavinum Bónus verður boðið upp á fjölnota burðarpoka, endurgjaldslaust en 100.000 pokar eru í boði. Landsmenn versla mikið í keðjunni og er því ljóst að mikill fjöldi plastpoka hafa verið notaðir á degi hverjum.

Bónus segir í færslunni að ákvörðunin muni hafa í för með sér minna plast - minni mengun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×