Houston byrjaði leiktíðina skelfilega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum. Þá gerðist eitthvað og liðið hefur verið óstöðvandi síðan og unnið fimm leiki í röð.
Liðið er með frábæra vörn sem er alltaf að styrkjast. Sóknarleikurinn sömuleiðis allur að braggast eftir að hafa verið meiddur á lunga og rifbeinum. Það aftraði honum þó ekki frá því að spila síðustu leiki.
Five touchdowns.
156.0 passer rating.@deshaunwatson BALLED OUT on #TNF. #MIAvsHOU#Texanspic.twitter.com/fednytqOxR
— NFL (@NFL) October 26, 2018
DeAndre Hopkins og Jordan Thomas gripu báðir tvær snertimarkssendingar. Hlauparinn Lamar Miller einnig afar sterkur með 133 jarda og eitt snertimark.
Brock Osweiler hélt áfram að leysa Ryan Tannehill af sem leikstjórnandi Höfrunganna og hann var ekki góður. Kláraði rétt rúmlega helming sendinga sinna fyrir 240 jördum og engu snertimarki. Hann kastaði þess utan einu sinni frá sér.