Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 21:11 Rannsakendur að störfum í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna. Morðið á Khashoggi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna.
Morðið á Khashoggi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira