Banaslysum barna í umferðinni fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín
Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira