Milljón og einn Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. október 2018 09:00 Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég velti fyrir mér eilífðarspurningunni um tilgang lífsins kemur Lína Langsokkur iðulega upp í hugann. Teiknimyndirnar um Línu voru órjúfanlegur hluti af heimilislífinu þegar börnin mín voru yngri. Þá hljómaði á hverjum degi upphafslagið, þar sem Lína syngur þessar hendingar í belg og biðu: Hvað á að gera næst? Hvað geri ég næst? Lína er vægast sagt óþreyjufull og orkumikil stelpa. Spurningaflaumur hennar varðandi næstu verkefni í lífinu urðu mér smám saman undirstaða að svari, sem hefur nægt mér ágætlega, um tilgang lífsins. Tilgangur lífsins er að gera það sem mann langar til að gera næst. Það skiptir engu máli hversu smátt eða lítilfjörlegt það er sem mann langar að gera, maður verður alltaf að lifa til þess að gera það. Ef mann langar að standa upp og fá sér hnetur úr skálinni á borðstofuborðinu, verður maður að vera lifandi. Maður fær sér ekki hnetur dauður. Tilgangur lífsins er þar með, á þeirri stundu, að standa upp og fá sér hnetur.Camus og Lína Svona speki á sér stoð í skrifum franskra tilvistarheimspekinga eins og Albert Camus og Jean Paul Sartre. Lína Langsokkur tilheyrir óhikað þeim skóla. Tilgangur lífsins er ekki eitthvað utanaðkomandi eins og forskrift Guðs eða Múhameðs. Hann er ekki hogginn í stein. Hann er ekki regluverk eða skylduboð. Hann er ekki svar sem geimfarið Voyager 32 mun finna á fjarlægri plánetu árið 2167. Tilgangurinn er þvert á móti manns eigin. Hann vex í brjósti manns. Hann er hugdetta. Tilgangurinn liggur í umhverfinu, í ævintýrunum sem mann langar að upplifa, markmiðum sem maður vill ná eða í hversdagslegri iðju sem gleður. Tilgangurinn er í smáu sem stóru. Ef mig langar að gutla á gítarinn minn verð ég að lifa. Líka til að berjast gegn fátækt. Ef mig langar í sund verð ég að lifa. Ef mig langar í kaffi, ef mig langar að ganga á Keili, ef mig langar að sjá börnin mín vaxa úr grasi, ef mig langar að vera heima þegar konan mín kemur regnvot og veðurbarin heim úr leiðsögumennsku á fjöllum, þá verð ég að vera lifandi. Ég geri ekkert af þessu dauður.Að efla lífsviljann Camus vildi meina að á hverjum morgni ætti fólk að spyrja sjálft sig af hverju það ætti ekki að svipta sig lífi þann daginn. Þetta er þung pæling. Ég upplifi þessa spurningu sem dramatíska útgáfu af Línu Langsokk. Ef mann langar að gera eitthvað næst, þá verður maður að vera á lífi. Ef mann langar í göngutúr meðfram sjónum er ekki hægt að gera það öðruvísi en lifandi. Camus var væntanlega að fiska eftir þessu. Á hverjum morgni býðst manni að fara yfir kringumstæður sínar í huganum og hugsa um það sem mann langar að upplifa, smátt og stórt, og efla með þeirri hugsanaæfingu lífsviljann. Mér finnst þetta kraftmikil speki. Fjölmargt í lífinu virkar á gagnstæðan hátt og er frekar til þess fallið að draga úr manni lífsviljann. Maður fer til dæmis ekki fram úr rúminu út af því að maður er svo spenntur að lesa nýjustu færslur á samfélagsmiðlum í rifrildi kynjanna eða vegna þess að mann langar svo inn á tekjur.is. Smám saman lærir maður að greina kjarnann frá hisminu. Að njóta daganna. Krónan fellur og það er röð haustlægða. Þá er upplagt að fara í leikhús.Allt sem er frábært Sjálfsvíg eru eitthvað það skelfilegasta samfélagsmein sem hægt er að hugsa sér. Umræðan um sjálfsvíg gýs upp öðru hvoru og alltaf virðist manni úrræðaleysið vera svo yfirgripsmikið. Mann langar til að samfélagið komi einhver veginn í veg fyrir sjálfsvíg. Maður óskar þess að fólki í svartasta myrkri sínu sé leitt einhvern veginn fyrir sjónir að lífið er fullt af dásamlegum hlutum — jafnvel lítilfjörlegum, undursamlegum hlutum — þótt þeir séu ekki sýnilegir í svipinn. Líklega er fátt erfiðara. Það verður samt að reyna. Um helgina fór ég á leikrit í Borgarleikhúsinu sem heitir Allt sem er frábært. Leikritið er á meðal þess sem er frábært. Valur Freyr Einarsson er fullkominn í hlutverkinu. Persóna hans gerir lista yfir allt sem er frábært í lífinu, til að reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Mér finnst að skólayfirvöld ættu að bjóða öllum unglingum á þetta leikrit. Alltaf. Eftir leikritið heldur maður ósjálfrátt áfram að bæta á listann. Kraftur hins smáa eflist. Hjá mér er milljón og einn þetta: Að hlæja í huganum að brandaranum sem sonur minn sagði mér upp úr Andrésblaði. Hefurðu heyrt um lesblinda heimspekinginn sem var að velta fyrir sér tilgangi fílsins?
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun