Það gekk ýmislegt á síðustu klukkutímana áður en leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni var lokað.
Houston Texans náði að styrkja sig mikið er liðið fékk útherjann Demaryius Thomas frá Denver. Góður útherji var nákvæmlega það sem liðið þurfti á að halda. Fyrsti leikur hans með Texans verður gegn Denver. Hvað annað?
Hið ósigraða lið LA Rams er með eina bestu vörnina í deildinni og styrkti hana enn frekar með því að fá Dante Fowler frá Jacksonville. Frábær vörn varð enn betri og möguleikar Rams á að fara alla leið jukust við þessi skipti.
Ty Montgomery óhlýðnaðist þjálfurum Green Bay Packers um síðustu helgi. Það kom því ekki á óvart að hann væri sendur til Baltimore. Það kom þó meira á óvart að félagið skildi senda varnarmanninn Ha Ha Clinton-Dix til Washington.
Útherjinn Golden Tate yfirgaf herbúðir Detroit Lions og fór til meistara Philadelphia Eagles.
Svo varð ekkert af því að hlauparanum Le'Veon Bell yrði skipt frá Pittsburgh og hann getur því ekki spilað með öðru liði í vetur. Hvort hann spili yfir höfuð með Steelers er óljóst.
Fjör á lokadegi félagaskipta í NFL-deildinni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn