Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 22:57 Talsmaður embættis Roberts Mueller segir ekkert hæft í ásökunum sem hafa verið boðaðar um meint kynferðisbrot hans. Vísir/Getty Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Robert Mueller, yfirmaður rannsóknarinnar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, hefur beðið bandarísku alríkislögregluna FBI um að rannsaka ásakanir um að fé hafi verið borið á konur til að þær bæru hann röngum sökum um kynferðislega áreitni. Talsmaður sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins segir að embættið hafi frétt af ásökunum um að konum hafi verið boðið fé til þess að setja fram falskar ásakanir á hendur Mueller. Þeim hafi þegar verið vísað til FBI, að því er segir í frétt Washington Post. Afar óvanalegt er að embættið tjái sig opinberlega og þykir það til marks um hversu alvarlega það taki tilraunir til þess að grafa undan rannsókninni. Jack Burkman, hægrisinnaður málafylgjumaður, sem hefur dreift samsæriskenningum tísti í dag um að hann ætlaði að birta upplýsingar um fyrsta fórnarlamb meints kynferðisofbeldis Mueller á fimmtudag. Burkman þessi hefur áður dreift samsæriskenningu um morð á starfsmanni landsnefndar Demókrataflokksins sem löggæslustofnanir hafa sagt engan fót fyrir.Huldukona segist hafa fengið boð um tugi þúsunda dollara Blaðið segir að orðrómar um mögulega falskar ásakanir á hendur Mueller hafi fyrst farið á kreik fyrir tveimur vikum þegar fjölmiðlum tók að berast tölvupóstar frá konu sem hélt því fram að ónefndur einstaklingur hefði boðið henni fé til að segja að Mueller hefði hagað sér ósæmilega þegar þau unnu saman á 8. áratug síðustu aldar. Konan hafi ekki viljað tala í síma en fullyrti að henni hafi verið boðnir tugir þúsunda dollara fyrir að tala illa um sérstaka rannsakandann. Hún heldur því fram að henni hafi verið sagt að Burkman stæði að baki því. Því hafnar Burkman algerlega.Tímaritið Atlantic segir að embætti Mueller hafi fengið vitneskju um ásakanirnar frá blaðamönnum sem konan hafði samband við. Konan hafi sagt blaðamönnunum að hún hafi unnið sem aðstoðarkona Mueller á lögmannsstofu árið 1974. Rannsókn Mueller hefur sætt hörðum árásum Donalds Trump forseta og margra bandamanna hans í Repúblikanaflokknum. Þeir hafa þó að að mestu leyti veigrað sér við því að vega beint að Mueller sjálfum fram að þessu. Mueller er enda repúblikani sjálfur og gegndi áður stöðu forstjóra FBI við góðan orðstír.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51