Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 31. október 2018 08:00 Norðurlöndin eru okkur Íslendingum mjög verðmæt. Menning okkar og tungumál eru svipuð og auðveldara er að sækja sér nám og vinnu á Norðurlöndunum samanborið við önnur svæði. Samanlagt eru þau okkar stærsta einstaka „viðskiptaland“ sé litið til vöru og þjónustu. Að því þarf að hlúa. Norrænt samstarf skiptir okkur meira máli nú en nokkurn tíma fyrr, ekki síst þegar svo mikill órói er á alþjóðavettvangi. Þá þéttum við Norðurlöndin samstarf okkar inn á við og gerum okkar besta til að hafa góð áhrif út í heim. Sama má segja um samtal er varðar löggjafarstarfsemi á vettvangi Evrópusambandsins. Norðurlöndin geta þannig vakið athygli á sérstöðu sinni á hvaða vettvangi sem er. Til að mynda er varðar matvælaframleiðslu og öryggi matvæla. Í mínum huga stendur Ísland öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með heilnæmum matvælum er átt við hreinar afurðir í landi þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur. Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi, en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland býr við þá sérstöðu, umfram önnur lönd, að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.Sjálfbærni Norðurlandaráð er dæmi um vettvang sem getur sett mál á dagskrá sem varða okkar hagsmuni. Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og var áætlunin kynnt í gær á Norðurlandaráðsþinginu sem nú fer fram í Ósló. Við erum einfaldlega komin á þann stað að allt sem við gerum þarf að þjóna því markmiði að tryggja sjálfbærni og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þar með talið sjálfbærni matvæla. Margt smátt gerir eitt stórt, og formennskuverkefnin eru hluti af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru okkur Íslendingum mjög verðmæt. Menning okkar og tungumál eru svipuð og auðveldara er að sækja sér nám og vinnu á Norðurlöndunum samanborið við önnur svæði. Samanlagt eru þau okkar stærsta einstaka „viðskiptaland“ sé litið til vöru og þjónustu. Að því þarf að hlúa. Norrænt samstarf skiptir okkur meira máli nú en nokkurn tíma fyrr, ekki síst þegar svo mikill órói er á alþjóðavettvangi. Þá þéttum við Norðurlöndin samstarf okkar inn á við og gerum okkar besta til að hafa góð áhrif út í heim. Sama má segja um samtal er varðar löggjafarstarfsemi á vettvangi Evrópusambandsins. Norðurlöndin geta þannig vakið athygli á sérstöðu sinni á hvaða vettvangi sem er. Til að mynda er varðar matvælaframleiðslu og öryggi matvæla. Í mínum huga stendur Ísland öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með heilnæmum matvælum er átt við hreinar afurðir í landi þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur. Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi, en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland býr við þá sérstöðu, umfram önnur lönd, að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.Sjálfbærni Norðurlandaráð er dæmi um vettvang sem getur sett mál á dagskrá sem varða okkar hagsmuni. Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og var áætlunin kynnt í gær á Norðurlandaráðsþinginu sem nú fer fram í Ósló. Við erum einfaldlega komin á þann stað að allt sem við gerum þarf að þjóna því markmiði að tryggja sjálfbærni og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þar með talið sjálfbærni matvæla. Margt smátt gerir eitt stórt, og formennskuverkefnin eru hluti af því.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar