Umbreytingar í fjármálaþjónustu Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Fjártækni Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun