Bíðum ekki með Reykjanesbrautina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 07:00 Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun