Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson og Örn Pálsson skrifa 5. desember 2025 14:45 Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun