Hinir ríku ráða fótboltaheiminum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2018 11:15 Eigandi Man. City, Sheikh Mansour, heilsar hér stuðningsmönnum City á eina leiknum sem hann hefur komið á með City. Hann stýrir þó málum og skipuleggur á bak við tjöldin. vísir/getty Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við. Kaupin á Kevin de Bruyne eru notuð sem dæmi um það. Wolfsburg var ekki áfjáð um að selja hann til City en ekki einu sinni félag sem er dyggilega stutt af Volkswagen gat sagt nei við peningum olíukónganna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Man. City er sagt vera óstöðvandi því félagið sem vel skipulögð svindvél sem geti sveigt fram hjá fjármálareglum UEFA með því að breyta dagsetningum á samningum og láta sín mál fara í gegnum fyrirtæki í Abu Dhabi að vild. Er félagið samdi við ítalska stjórann Roberto Mancini þá samdi hann á sama tíma við City og einnig við Al Jazira Sports and Cultural Club sem ráðgjafi. Launin sem hann fékk fyrir seinna starfið voru hærri en hjá Man. City. Þeir peningar enduðu síðan á leynireikningi á Máritíus. Hvorki forráðamenn City né Mancini hafa viljað tjá sig um þetta sérstaka mál en það ætti flestum að vera ljóst af hverju þessi háttur er hafður á. Í greininni er því haldið fram að Man. City gæti ekki haldið sinni starfsemi gangandi ef ekki væri fyrir skipulagt svindl og faldar greiðslur. Félagið hefur svo fjárfest í félögum um allan heim. Það er verið að byggja upp stórveldi og fá lið geta farið í þær fjárfestingar sem City fer í. Því séu það þeir ríkustu sem lifa af og ráða fótboltaheiminum.Greinina má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. 6. nóvember 2018 11:34 Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni. 7. nóvember 2018 12:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við. Kaupin á Kevin de Bruyne eru notuð sem dæmi um það. Wolfsburg var ekki áfjáð um að selja hann til City en ekki einu sinni félag sem er dyggilega stutt af Volkswagen gat sagt nei við peningum olíukónganna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Man. City er sagt vera óstöðvandi því félagið sem vel skipulögð svindvél sem geti sveigt fram hjá fjármálareglum UEFA með því að breyta dagsetningum á samningum og láta sín mál fara í gegnum fyrirtæki í Abu Dhabi að vild. Er félagið samdi við ítalska stjórann Roberto Mancini þá samdi hann á sama tíma við City og einnig við Al Jazira Sports and Cultural Club sem ráðgjafi. Launin sem hann fékk fyrir seinna starfið voru hærri en hjá Man. City. Þeir peningar enduðu síðan á leynireikningi á Máritíus. Hvorki forráðamenn City né Mancini hafa viljað tjá sig um þetta sérstaka mál en það ætti flestum að vera ljóst af hverju þessi háttur er hafður á. Í greininni er því haldið fram að Man. City gæti ekki haldið sinni starfsemi gangandi ef ekki væri fyrir skipulagt svindl og faldar greiðslur. Félagið hefur svo fjárfest í félögum um allan heim. Það er verið að byggja upp stórveldi og fá lið geta farið í þær fjárfestingar sem City fer í. Því séu það þeir ríkustu sem lifa af og ráða fótboltaheiminum.Greinina má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23 Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. 6. nóvember 2018 11:34 Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni. 7. nóvember 2018 12:00 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Der Spiegel hjólar í Man. City | Ísland kemur við sögu Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel birti í dag fyrstu greinina af fjórum þar sem hulunni er svipt af ýmsu misjöfnu sem á sér stað hjá Man. City. 5. nóvember 2018 14:23
Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA. 6. nóvember 2018 11:34
Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni. 7. nóvember 2018 12:00