Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Donald Trump var ekki sáttur við Jim Acosta, fréttamann CNN. Getty/Mark Wilson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00