Látinn hórmangari og ákærðir menn náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 14:12 Dennis Hof fannst látinn um miðjan október. Hann var kjörinn á ríkisþing Nevada í gær. Vísir/Getty Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38