Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:47 Þykkt ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu árið 2000 (t.v.) og í september á þessu ári (t.h.). Fjólublái og blái liturinn sýna hvar lagið er þynnst. Vísir/AP Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00