Þagnarskyldan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun