Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:15 Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu. AP/John Bazemore Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu, og innanríkisráðherra ríkisins, hefur sakað Demókrata um að hafa gert tölvuárás á kosningakerfi ríkisins. Þrátt fyrir að það hafi verið Demókratar, og aðrir, sem bentu á öryggisgalla í kerfinu. Samkvæmt könnunum er lítill munur á fylgi Kemp og Stacey Abrams, sem er í framboði fyrir Demókrataflokkinn. Kemp, sem er hæst setti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningunum og er sjálfur í framboði til ríkisstjóra, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að hann væri að rannsaka hvort Demókratar hefðu brotið sér leið inn í kosningakerfi ríkisins, örskömmu fyrir kosningar. Hann færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. Talsmaður Kemp sagði í gærkvöldi að Demókratar hefðu reynt að nýta sér galla í skráningarkerfi kosninganna. Kemp hefur vísað ásökununum til Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Kemp varpaði ásökununum fram eftir að lögmenn, sem hafa höfðað mál gegn Kemp á vegum kjósenda Georgíu, vöruðu hann við því að almennur borgari hefði bent þeim á öryggisgalla í kerfinu. Demókratar í ríkinu höfðu sömuleiðis bent yfirvöldum á gallann, áður en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að nýta sér hann.Stracey Abrams, mótframbjóðandi Kemp.AP/John BazemoreDemókratar í Georgíu hafa lengi gagnrýnt Kemp fyrir að stýra kosningum sem hann er í framboði í og hafa kallað eftir afsögn hans. Þeir segja þessar nýjustu ásakanir vera alfarið rangar og segja þær til marks um hvernig Kemp misnoti vald sitt og hann sé að nota þær til að hylma yfir öryggisgalla í kerfi sem hann hafi umsjón yfir. Abrams, sem yrði fyrsti þeldökki ríkisstjóri Georgíu, hefur gagnrýnt Kemp harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir að tilteknir hópar samfélagsins, eins og þeldökkir, kjósi. Hann hafði fyrirskipað að utankjörfundaratkvæði yrðu dæmd ógild ef undirskrift þeirra væri ekki í fullu samræmi við skráningu kjósenda, jafnvel þó skráningin væri röng en ekki undirskriftin. Sjálfur hefur hann sagt þessar ásakanir rangar og heldur hann því fram að Demókratar og aðrir aðilar séu að reyna að hjálpa fólki að kjósa með ólöglegum hætti.AP segir eftirlitsaðila og aðra hafa áhyggjur af því að ástandið í Georgíu bendi til þess að hver sá sem tapar kosningunum muni ekki samþykkja niðurstöðuna. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kemp varpar fram ásökunum sem þessum án sannana. Árið 2016 sakaði hann ríkisstjórn Barack Obama, þáverandi forseta, um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í kosningakerfi Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert var til í þeim ásökunum. Georgía er eitt af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem reiða á eldri kosningavélar sem skilja ekki eftir sig marktæka slóð um atkvæðafjölda. Sérfræðingar hafa um árabil gagnrýnt notkun vélanna vegna þess hve auðvelt það sé að hakka þær og af því þær skilja ekki neina slóð eftir sig ef vandamál koma upp. Einn öryggissérfræðingur sem AP ræddi við segir að auðvelt ætti að vera fyrir sérfræðing að finna gallann sem um ræðir. Ljóst sé að öryggissérfræðingur hafi aldrei verið fengið til að fara yfir kosningakerfi Georgíu og öryggi þess. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu, og innanríkisráðherra ríkisins, hefur sakað Demókrata um að hafa gert tölvuárás á kosningakerfi ríkisins. Þrátt fyrir að það hafi verið Demókratar, og aðrir, sem bentu á öryggisgalla í kerfinu. Samkvæmt könnunum er lítill munur á fylgi Kemp og Stacey Abrams, sem er í framboði fyrir Demókrataflokkinn. Kemp, sem er hæst setti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningunum og er sjálfur í framboði til ríkisstjóra, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að hann væri að rannsaka hvort Demókratar hefðu brotið sér leið inn í kosningakerfi ríkisins, örskömmu fyrir kosningar. Hann færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. Talsmaður Kemp sagði í gærkvöldi að Demókratar hefðu reynt að nýta sér galla í skráningarkerfi kosninganna. Kemp hefur vísað ásökununum til Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Kemp varpaði ásökununum fram eftir að lögmenn, sem hafa höfðað mál gegn Kemp á vegum kjósenda Georgíu, vöruðu hann við því að almennur borgari hefði bent þeim á öryggisgalla í kerfinu. Demókratar í ríkinu höfðu sömuleiðis bent yfirvöldum á gallann, áður en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að nýta sér hann.Stracey Abrams, mótframbjóðandi Kemp.AP/John BazemoreDemókratar í Georgíu hafa lengi gagnrýnt Kemp fyrir að stýra kosningum sem hann er í framboði í og hafa kallað eftir afsögn hans. Þeir segja þessar nýjustu ásakanir vera alfarið rangar og segja þær til marks um hvernig Kemp misnoti vald sitt og hann sé að nota þær til að hylma yfir öryggisgalla í kerfi sem hann hafi umsjón yfir. Abrams, sem yrði fyrsti þeldökki ríkisstjóri Georgíu, hefur gagnrýnt Kemp harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir að tilteknir hópar samfélagsins, eins og þeldökkir, kjósi. Hann hafði fyrirskipað að utankjörfundaratkvæði yrðu dæmd ógild ef undirskrift þeirra væri ekki í fullu samræmi við skráningu kjósenda, jafnvel þó skráningin væri röng en ekki undirskriftin. Sjálfur hefur hann sagt þessar ásakanir rangar og heldur hann því fram að Demókratar og aðrir aðilar séu að reyna að hjálpa fólki að kjósa með ólöglegum hætti.AP segir eftirlitsaðila og aðra hafa áhyggjur af því að ástandið í Georgíu bendi til þess að hver sá sem tapar kosningunum muni ekki samþykkja niðurstöðuna. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kemp varpar fram ásökunum sem þessum án sannana. Árið 2016 sakaði hann ríkisstjórn Barack Obama, þáverandi forseta, um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í kosningakerfi Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert var til í þeim ásökunum. Georgía er eitt af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem reiða á eldri kosningavélar sem skilja ekki eftir sig marktæka slóð um atkvæðafjölda. Sérfræðingar hafa um árabil gagnrýnt notkun vélanna vegna þess hve auðvelt það sé að hakka þær og af því þær skilja ekki neina slóð eftir sig ef vandamál koma upp. Einn öryggissérfræðingur sem AP ræddi við segir að auðvelt ætti að vera fyrir sérfræðing að finna gallann sem um ræðir. Ljóst sé að öryggissérfræðingur hafi aldrei verið fengið til að fara yfir kosningakerfi Georgíu og öryggi þess.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira