Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2018 20:47 Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“ Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“
Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira