Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2018 10:47 Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. AP/Lynne Sladky Miðað við utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum er útlit fyrir meiri kosningaþátttöku en í kosningunum 2014. Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. Konur í Bandaríkjunum hafa í gegnum tíðina verið duglegri við að kjósa en menn en mögulegt er að bilið gæti aukist enn fremur í kosningunum í næstu viku. Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post er talið mögulegt að utankjörfundaratkvæði verði tvöfalt fleiri í ár en árið 2014.Samkvæmt nýlegri könnun Politico eru háskólamenntaðar konur mun líklegri til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins en frambjóðendur Repúblikanaflokksins. Þá eru konur sem ætla sér að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins líklegri til að kjósa að þessu sinni. 78 prósent kvenna sem ætla að veita Demókrataflokknum atkvæði sitt, segjast spenntar fyrir því að kjósa, gegn 65 prósentum kvenna sem ætla sér að veita Repúblikanaflokknum atkvæði sitt.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnÞrátt fyrir aukinn áhuga kjósenda Demókrataflokksins, er einnig útlit fyrir mikinn áhuga kjósenda Repbúlikanaflokksins og stefnir í spennandi kosningar víða.Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar þó að enn séu miklar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og hafa líkurnar aukist aðeins. Þá eru miklar líkur á að Repúblikanar haldi naumum meirihluta sínum á öldungadeildinni.Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49 en aðstæður kosninganna eru þeim í hag. Kosið verður um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Donald Trump vann í forsetakosningunum 2016. Öfugt við öldungadeildina, þar sem kosið er um þriðjung sæta, eða 35 af 100, verður kosið um hvert einasta sæti á fulltrúadeildinni, eða 435. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. 20. október 2018 18:17 Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. 6. október 2018 11:15 Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 19. október 2018 23:24 Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Meðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri "geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. 17. október 2018 16:45 Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. 9. október 2018 08:29 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Miðað við utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum er útlit fyrir meiri kosningaþátttöku en í kosningunum 2014. Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. Konur í Bandaríkjunum hafa í gegnum tíðina verið duglegri við að kjósa en menn en mögulegt er að bilið gæti aukist enn fremur í kosningunum í næstu viku. Yfir heildina litið eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þau voru í síðustu kosningum í nokkrum ríkjum, þrátt fyrir að ekki verði kosið fyrr en á þriðjudaginn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post er talið mögulegt að utankjörfundaratkvæði verði tvöfalt fleiri í ár en árið 2014.Samkvæmt nýlegri könnun Politico eru háskólamenntaðar konur mun líklegri til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins en frambjóðendur Repúblikanaflokksins. Þá eru konur sem ætla sér að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins líklegri til að kjósa að þessu sinni. 78 prósent kvenna sem ætla að veita Demókrataflokknum atkvæði sitt, segjast spenntar fyrir því að kjósa, gegn 65 prósentum kvenna sem ætla sér að veita Repúblikanaflokknum atkvæði sitt.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnÞrátt fyrir aukinn áhuga kjósenda Demókrataflokksins, er einnig útlit fyrir mikinn áhuga kjósenda Repbúlikanaflokksins og stefnir í spennandi kosningar víða.Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar þó að enn séu miklar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og hafa líkurnar aukist aðeins. Þá eru miklar líkur á að Repúblikanar haldi naumum meirihluta sínum á öldungadeildinni.Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49 en aðstæður kosninganna eru þeim í hag. Kosið verður um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Donald Trump vann í forsetakosningunum 2016. Öfugt við öldungadeildina, þar sem kosið er um þriðjung sæta, eða 35 af 100, verður kosið um hvert einasta sæti á fulltrúadeildinni, eða 435.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. 20. október 2018 18:17 Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. 6. október 2018 11:15 Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 19. október 2018 23:24 Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Meðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri "geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. 17. október 2018 16:45 Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. 9. október 2018 08:29 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. 20. október 2018 18:17
Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. 6. október 2018 11:15
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ákærð fyrir að reyna hafa áhrif á þingkosningar í Bandaríkjunum Reuters hefur eftir embættismönnum sem hafa upplýsingar um rannsóknina gegn Khuyayanova að þar hefði verið reynt að kynda undir deilur um kynþætti, vopnalöggjöf og önnur hitamál. 19. október 2018 23:24
Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Meðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri "geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. 17. október 2018 16:45
Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. 9. október 2018 08:29