Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Kristján Kjartansson vildi létta sér snjómoksturinn með aðgengilegri dráttarvél en tollurinn setur strik í reikninginn. Fréttablaðið/Auðunn „Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent