Það lafir ekki meðan ég lifi Halldór Reynisson skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar