Krónan og kjörin – spurt og svarað Oddný Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun