Virkjum íslenska orku Guðjón Brjánsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar