Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2018 21:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15