Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. nóvember 2018 18:58 Starfsbræðurnir tveir, Niinisto og Trump. Getty/Chip Somodevilla Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45