Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“ Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira