Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Ásta Kristín Andrésdóttir fer með mál sitt fyrir Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Skaðabótanna krafðist Ásta eftir að hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hæstiréttur telur dóm um mál hennar geta haft fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það bótaákvæði sakamálalaga sem hún reisir kröfu sína á við þær aðstæður sem uppi eru í máli hennar. Bótakröfuna reisir Ásta meðal annars á því að starfsmenn ríkisins hafi gert mistök við upphaf rannsóknar á andláti sjúklings Ástu, sem leitt hafi til þess að Ásta tók á sig ábyrgðina á andláti sjúklingsins að ósekju. Lagaákvæðið sem Hæstiréttur telur ekki hafa reynt á í sambærilegum aðstæðum og í máli Ástu fjallar um bótarétt þess sem orðið hefur fyrir ólögmætum aðgerðum lögreglu við rannsókn máls og í kjölfarið verið borinn sökum um refsiverða háttsemi en sýknaður af þeim sakargiftum í endanlegum dómi. Í rökstuðningi sínum vísar Hæstiréttur til þess að ekki hafi áður reynt á hvort dómar sem féllu áður en ný lög um meðferð sakamála tóku gildi geti enn haft fordæmisgildi. Hæstiréttur fellst á að afstaða dómsins til þess og niðurstaða um skilyrði réttar til skaðabóta og hugsanlega meðábyrgð Ástu sjálfrar geti haft almennt gildi og þar af leiðandi séu efni til að verða við beiðni hennar um áfrýjun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Skaðabótanna krafðist Ásta eftir að hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hæstiréttur telur dóm um mál hennar geta haft fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það bótaákvæði sakamálalaga sem hún reisir kröfu sína á við þær aðstæður sem uppi eru í máli hennar. Bótakröfuna reisir Ásta meðal annars á því að starfsmenn ríkisins hafi gert mistök við upphaf rannsóknar á andláti sjúklings Ástu, sem leitt hafi til þess að Ásta tók á sig ábyrgðina á andláti sjúklingsins að ósekju. Lagaákvæðið sem Hæstiréttur telur ekki hafa reynt á í sambærilegum aðstæðum og í máli Ástu fjallar um bótarétt þess sem orðið hefur fyrir ólögmætum aðgerðum lögreglu við rannsókn máls og í kjölfarið verið borinn sökum um refsiverða háttsemi en sýknaður af þeim sakargiftum í endanlegum dómi. Í rökstuðningi sínum vísar Hæstiréttur til þess að ekki hafi áður reynt á hvort dómar sem féllu áður en ný lög um meðferð sakamála tóku gildi geti enn haft fordæmisgildi. Hæstiréttur fellst á að afstaða dómsins til þess og niðurstaða um skilyrði réttar til skaðabóta og hugsanlega meðábyrgð Ástu sjálfrar geti haft almennt gildi og þar af leiðandi séu efni til að verða við beiðni hennar um áfrýjun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira