Bara misskilningur um aldursgreiningar? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2018 20:01 Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun