Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur. Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur.
Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira