Skammdegisþunglyndi tengt við erfðir Gunnþórunn Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Fréttablaðið/GVA Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Árstíðabundið þunglyndi (e. seasonal affective disorder) er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, árstíðabundið afbrigði þunglyndis. Sú mynd árstíðabundins þunglyndis sem einna helst þekkist hér á landi gerir venjulega vart við sig síðla hausts eða snemma um veturinn, hopar með vori og kallast skammdegisþunglyndi. Það er ekki talið sérstakur geðsjúkdómur heldur afbrigði þunglyndis. Að því er kemur fram á vef geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna eru þekkt einkenni yfir veturinn meðal annars orkuleysi, ofát og ofsyfja. Öllu minna þekkt hér á landi er svokallað sumarþunglyndi, sem einnig telst til árstíðabundins þunglyndis, og lýsir það sér meðal annars í svefnleysi, lítilli matarlyst, kvíða og eirðarleysi. Rannsókn sem geðheilbrigðisstofnunin vísar til í umfjöllun sinni hefur sýnt fram á að fjórfalt fleiri konur greinast með árstíðabundið þunglyndi en karlmenn. Þá sé maður einnig líklegri til þess að þjást af árstíðabundnu þunglyndi þeim mun fjær miðbaug sem maður býr. Sama rannsókn, sem Sherri Melrose, prófessor við Athabasca-háskóla í Kanada, gerði, sýndi einnig fram á að eitt prósent Flórídabúa þjáðist af árstíðabundnu þunglyndi en níu prósent Alaskabúa. Skoðanakönnun Weather Channel og YouGov frá árinu 2014 sýndi svo fram á að 29 prósent Breta teldu sig þjást af einhvers konar skammdegisþunglyndi. Breska heilbrigðisstofnunin segir á vef sínum að orsakir árstíðabundins þunglyndis séu einna helst þrjár. Í fyrsta lagi offramleiðsla svefnhormónsins melatóníns, í öðru lagi of lítil framleiðsla hormónsins serótóníns, til að mynda vegna sólarleysis, og svo í þriðja lagi vanstilling líkamsklukkunnar vegna skammdegisins. Sálfræðivefritið PsyPost sagði í janúar frá víðtækri erfðamengisrannsókn (e. GWAS) á árstíðabundnu þunglyndi sem prófessor James Bennett Potash við Johns Hopkins-háskóla stýrði. Rannsakendur skoðuðu tilfelli 1.380 Bandaríkjamanna með árstíðabundið þunglyndi og 2.937 Bandaríkjamanna án þess og náðu að afmarka gen sem gæti tengst aukinni hættu á því að þróa með sér árstíðabundið þunglyndi. „Við vitum að tilhneiging til þunglyndis sem versnar eftir því sem dagurinn styttist á rætur sínar að rekja að hluta til erfða fólks. Það sem okkar rannsókn sýnir fram á er að það séu vísbendingar um eitt gen sem gæti útskýrt þessa tilhneigingu. Genið kallast ZBTB20 og inniheldur upplýsingar um framleiðslu prótíns sem, að minnsta kosti á meðal músa, snýr að líkamsklukkunni og breytingu hegðunar vegna styttingar dagsins,“ hafði PsyPost eftir Potash.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent