Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 21:00 Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann. Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann.
Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
„Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00