Aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd Lilja Rós Pálsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pétursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhugaðan samning Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands um aldursgreiningar, er því haldið fram að við ákvörðun Útlendingastofnunar um hvort einstaklingur fái alþjóðlega vernd hér á landi sé gerð krafa um tiltekinn aldur. Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víðar hefur borið á í umræðunni.Ástæður aldursgreininga Rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi eiga einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Engin skilyrði eða kröfur eru gerðar um aldur við ákvörðun um veitingu verndar. Aldur er hins vegar hluti af auðkenni einstaklings og við mat á þörf og rétti umsækjanda um alþjóðlega vernd til tiltekinnar þjónustu er mikilvægt að fyrir liggi hvort umsækjandi sé barn eða fullorðinn. Börn eiga rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn, t.d. aðgengi að menntun, aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu umfram fullorðna og eftir atvikum öðrum félagslegum stuðningi og aðstoð. Þá ber að taka tillit til sérstakrar stöðu barna þegar metið er hvort viðkomandi og aðstæður hans uppfylli skilyrði alþjóðlegrar verndar. Hluti af því að tryggja sérstök réttindi barna er jafnframt að tryggja að fullorðnir einstaklingar séu ekki ranglega álitnir börn og vistaðir með börnum.Heildræn nálgun við ákvörðun aldurs Við rannsókn á aldri einstaklings sem sækir um alþjóðlega vernd og kveðst vera fylgdarlaust barn fer fram heildstætt mat á aðstæðum og frásögn viðkomandi af ævi sinni en auk þess má beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri. Geti umsækjandi ekki fært sönnur á aldur sinn er til dæmis reynt að varpa ljósi á reynslu umsækjanda á ólíkum aldursskeiðum sem gæti rennt stoðum undir framburð um aldur. Ef grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða, og ekki er hægt að staðfesta það á óyggjandi hátt, er Útlendingastofnun skylt að leggja fyrir umsækjanda að gangast undir líkamsrannsókn til þess að ákvarða um aldur. Slík rannsókn fer þó einungis fram með upplýstu samþykki umsækjanda. Líkamsrannsókn til aldursgreiningar felst hér á landi í greiningu á aldri út frá tannþroska. Til að tryggja sem mesta nákvæmni er fjórum mismunandi aðferðum beitt og gefinn upp meðalaldur samkvæmt þeim og staðalfrávik. Er þetta gert til að tryggja að vafi sé metinn umsækjanda í hag og viðkomandi ekki greindur eldri en hann er í raun og veru. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndunum er aldur einnig greindur út frá þroska tanna en samhliða er þar notast við greiningu á þroska beina. Danir einir greina aldur auk þess út frá kynþroska. Niðurstaða líkamsrannsóknarinnar er ekki ein og sér lögð til grundvallar við mat á aldri heldur er hún metin í samhengi við önnur atriði málsins svo sem frásögn umsækjanda og fyrirliggjandi gögn. Neiti umsækjandi að gangast undir líkamsrannsókn til aldursgreiningar er aldur viðkomandi metinn á grundvelli trúverðugleika og gagna málsins.Áhrif aldurs á málsmeðferð Mat á aldri umsækjanda felur ekki í sér afstöðu til umsóknar viðkomandi um alþjóðlega vernd. Við rannsókn á aðstæðum umsækjanda er litið til frásagnar, framlagðra gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um aðstæður í upprunaríki viðkomandi. Aldur getur ekki verið grundvöllur alþjóðlegrar verndar en hann er einn þeirra þátta sem litið er til við einstaklingsbundið heildarmat á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega vernd. Ef aðstæður umsækjanda falla undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd fær hann réttarstöðu flóttamanns hér á landi óháð því hvort hann er barn eða fullorðinn. Útlendingastofnun fagnar því að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd varða og hvetur ráðið til að kynna sér málið frá öllum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pétursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhugaðan samning Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands um aldursgreiningar, er því haldið fram að við ákvörðun Útlendingastofnunar um hvort einstaklingur fái alþjóðlega vernd hér á landi sé gerð krafa um tiltekinn aldur. Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víðar hefur borið á í umræðunni.Ástæður aldursgreininga Rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi eiga einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Engin skilyrði eða kröfur eru gerðar um aldur við ákvörðun um veitingu verndar. Aldur er hins vegar hluti af auðkenni einstaklings og við mat á þörf og rétti umsækjanda um alþjóðlega vernd til tiltekinnar þjónustu er mikilvægt að fyrir liggi hvort umsækjandi sé barn eða fullorðinn. Börn eiga rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn, t.d. aðgengi að menntun, aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu umfram fullorðna og eftir atvikum öðrum félagslegum stuðningi og aðstoð. Þá ber að taka tillit til sérstakrar stöðu barna þegar metið er hvort viðkomandi og aðstæður hans uppfylli skilyrði alþjóðlegrar verndar. Hluti af því að tryggja sérstök réttindi barna er jafnframt að tryggja að fullorðnir einstaklingar séu ekki ranglega álitnir börn og vistaðir með börnum.Heildræn nálgun við ákvörðun aldurs Við rannsókn á aldri einstaklings sem sækir um alþjóðlega vernd og kveðst vera fylgdarlaust barn fer fram heildstætt mat á aðstæðum og frásögn viðkomandi af ævi sinni en auk þess má beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri. Geti umsækjandi ekki fært sönnur á aldur sinn er til dæmis reynt að varpa ljósi á reynslu umsækjanda á ólíkum aldursskeiðum sem gæti rennt stoðum undir framburð um aldur. Ef grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða, og ekki er hægt að staðfesta það á óyggjandi hátt, er Útlendingastofnun skylt að leggja fyrir umsækjanda að gangast undir líkamsrannsókn til þess að ákvarða um aldur. Slík rannsókn fer þó einungis fram með upplýstu samþykki umsækjanda. Líkamsrannsókn til aldursgreiningar felst hér á landi í greiningu á aldri út frá tannþroska. Til að tryggja sem mesta nákvæmni er fjórum mismunandi aðferðum beitt og gefinn upp meðalaldur samkvæmt þeim og staðalfrávik. Er þetta gert til að tryggja að vafi sé metinn umsækjanda í hag og viðkomandi ekki greindur eldri en hann er í raun og veru. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndunum er aldur einnig greindur út frá þroska tanna en samhliða er þar notast við greiningu á þroska beina. Danir einir greina aldur auk þess út frá kynþroska. Niðurstaða líkamsrannsóknarinnar er ekki ein og sér lögð til grundvallar við mat á aldri heldur er hún metin í samhengi við önnur atriði málsins svo sem frásögn umsækjanda og fyrirliggjandi gögn. Neiti umsækjandi að gangast undir líkamsrannsókn til aldursgreiningar er aldur viðkomandi metinn á grundvelli trúverðugleika og gagna málsins.Áhrif aldurs á málsmeðferð Mat á aldri umsækjanda felur ekki í sér afstöðu til umsóknar viðkomandi um alþjóðlega vernd. Við rannsókn á aðstæðum umsækjanda er litið til frásagnar, framlagðra gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um aðstæður í upprunaríki viðkomandi. Aldur getur ekki verið grundvöllur alþjóðlegrar verndar en hann er einn þeirra þátta sem litið er til við einstaklingsbundið heildarmat á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega vernd. Ef aðstæður umsækjanda falla undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd fær hann réttarstöðu flóttamanns hér á landi óháð því hvort hann er barn eða fullorðinn. Útlendingastofnun fagnar því að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd varða og hvetur ráðið til að kynna sér málið frá öllum hliðum.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar