Swatting: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 14:15 Tyler Barris var færður fyrir dómara í gær þar sem hann játaði. AP/Bo Rader Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira