Tíðindaríkir haustmánuðir Agnar Tómas Möller skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun