Már upptekinn í útlöndum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Már Guðmundsson seðlaankastjóri. Fréttablaðið/Stefán Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Fréttablaðið óskaði í gær eftir viðtali við seðlabankastjóra en fjölmiðlar hafa reynt að fá viðbrögð frá honum við dómi Hæstaréttar í Samherjamálinu í síðustu viku. Már hefur ekki orðið við því þar sem hann er erlendis. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, sagði Má hvorki geta veitt viðtöl í gær né í dag vegna fundarhaldanna í Basel. Í málinu ógilti Hæstiréttur stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á reglum um gjaldeyri árið 2016. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði dóminn marka endalok sjö ára aðfarar Seðlabankans á hendur Samherja og að bankinn hefði beðið afhroð. Í viðtali við Vísi bar Þorsteinn refsiverða háttsemi upp á bankastjórann auk þess sem hann hefur verið krafinn afsagnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur stigið fram og lýst stuðningi við Má og sagt stöðu hans örugga. Í gær sendi hún svo formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands bréf vegna umfjöllunar um málið. Óskaði Katrín eftir greinargerð bankaráðs um málið. Már hefur hins vegar ekki gefið færi á að vera spurður þeirrar spurningar hvort hann íhugi stöðu sína, sem fyrr segir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri getur ekki veitt viðtöl þar sem hann fundar nú með öðrum seðlabankastjórum á fundi Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Fréttablaðið óskaði í gær eftir viðtali við seðlabankastjóra en fjölmiðlar hafa reynt að fá viðbrögð frá honum við dómi Hæstaréttar í Samherjamálinu í síðustu viku. Már hefur ekki orðið við því þar sem hann er erlendis. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, sagði Má hvorki geta veitt viðtöl í gær né í dag vegna fundarhaldanna í Basel. Í málinu ógilti Hæstiréttur stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir meint brot á reglum um gjaldeyri árið 2016. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði dóminn marka endalok sjö ára aðfarar Seðlabankans á hendur Samherja og að bankinn hefði beðið afhroð. Í viðtali við Vísi bar Þorsteinn refsiverða háttsemi upp á bankastjórann auk þess sem hann hefur verið krafinn afsagnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur stigið fram og lýst stuðningi við Má og sagt stöðu hans örugga. Í gær sendi hún svo formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands bréf vegna umfjöllunar um málið. Óskaði Katrín eftir greinargerð bankaráðs um málið. Már hefur hins vegar ekki gefið færi á að vera spurður þeirrar spurningar hvort hann íhugi stöðu sína, sem fyrr segir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16
Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03