(R)afskiptu börnin Linda Markúsardóttir skrifar 13. nóvember 2018 09:00 Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Að jafnaði mynda börn sín fyrstu orð um 10–13 mánaða aldur en áður en þau læra að tala hafa þau lært heilmargt um samskipti. Ómálga börn leita margoft á hverjum degi eftir viðbrögðum foreldra sinna eða ummönnunaraðila við gjörðum sínum, leita eftir samþykki, hvatningu, brosi eða hættu í andlitum okkar svo þau viti hvernig þeim ber að túlka heiminn. Hvað gerist þá ef einmitt þau andlit sem þau leita eftir eru grafin ofan í snjallsíma eða tölvu? Börn eru mörg hver (r)afskipt í dag. Þá er ég ekki aðeins að vísa til þess að umönnunaraðilar þeirra megi ekki vera að því að sinna þeim og eiga í nauðsynlegum samskiptum vegna þess að þeir eru svo uppteknir af snjalltækjunum sínum. Umönnunaraðilarnir henda líka í börnin spjaldtölvum og símum til að þeir geti keypt sér frið til þess að sinna sínu. Það snarvirkar, þessi tæki eru ávanabindandi og börnin sitja sátt í innkaupakerrum, á biðstofum, í strætó eða hvar sem er með dópamínið (ánægjuhormón) í blússandi botni. Tíminn líður, foreldrar njóta þess tíma sem þeir hafa í friði og átta sig jafnvel ekki fyrr en líður að háttatíma. Þá eru börnin drifin í rúmið, bókalaus og samskiptaskert og hafa jafnvel aðeins haft enskt, stafrænt ílag í eyrunum og fyrir augunum frá því þau komu heim af leikskólanum eða úr skólanum. Það er til mjög þekkt tilraun innan sálfræðinnar sem heitir svipbrigðalausa andlitið (e. The still face experiment). Í henni felst að móðir á í eðlilegum samskiptum við eins árs barn sitt en skiptir snarlega um ham. Í tvær mínútur bregst móðirin alls ekki við tilraunum barns síns til þess að eiga í samskiptum við hana og horfir svipbrigðalaus á það þrátt fyrir að það bendi í allar áttir, brosi til hennar og geri allt sem það getur til að ná athygli móður sinnar. Þetta endar, án undantekninga, í niðurbroti. Barnið grætur, öskrar og verður auðsjáanlega miður sín. Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki. Eitt er nauðsynlegt að hafa á hreinu, netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, af hinu góða. Tækni bjargar mannslífum, eykur dýpt skólastarfs ef hún er rétt notuð og gerir ástvinum sem staddir eru hver í sínu heimshorni kleift að eiga í samskiptum og svo mætti lengi telja. Það breytir því þó ekki að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju. Ég hef áður farið mikinn vegna mögulegrar útrýmingar íslenskrar tungu en kannski hef ég farið einu skrefi of langt. Byrjum á að eiga í samskiptum, snúum okkur því næst að tungumálinu sem samskiptin fara fram á.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun