Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2018 16:18 Vel fór á með Merkel Þýskalandskanslara og Macron Frakklandsforseta. Síður með Trump og leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist hóta því að draga þjóð sína út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) í röð tísta eftir að hann sneri heim úr heimsókn til Evrópu um helgina þar sem Frakklandsforseti varaði meðal annars við vaxandi þjóðernishyggju. Forsetinn virðist ekki hafa verið vel stemmdur eftir heimsóknina til Evrópu í tilefni af því að öld var liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafnaði þar stjórnmálasýn Trump þegar hann sagði í ræðu að þjóðernishyggja væri andstæða föðurlandshollustu. Stutt er síðan Trump lýsti sjálfum sér sem „þjóðernissinna“ á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Macron nefndi Trump þó ekki á nafn í ræðu sinni. Í tístunum í morgun tengdi Trump sameiginlegar varnir vestrænna þjóða við viðskiptahalla Bandaríkjanna við nokkur Evrópulönd. Krafðist hann þess að þau greiddu Bandaríkjunum fyrir hervernd. „Það er kominn tími til að þessi mjög ríku lönd annað hvort borgi Bandaríkjunum fyrir frábæra hervernd eða verji sig sjálf…og [vi]iðskiptin verða að vera gerð FRJÁLS og SANNGJÖRN!“ tísti Trump í morgun. Sagði hann Bandaríkin ekki fá neitt út úr bandalagi sínu við Evrópuþjóðirnar nema „viðskiptahalla og tap“ þrátt fyrir að þau greiði „hundruð milljarða“ dollara til að verja þau.Einangraður frá hinum leiðtogunumWashington Post segir að í Evrópureisunni hafi Trump virst einangraður frá öðrum þjóðarleiðtogum sem hittust í Frakklandi til að minnast stríðslokanna. Ákvörðun hans um að hætta við skoðunarferð um grafreit bandarískra hermanna sem féllu í styrjöldinni vegna veðurs vakti harða gagnrýni um helgina. Sendinefnd bandarískra embættismanna, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, fóru í hans stað. Þá var hann ekki samferða hinum sextíu leiðtogunum á minningarathöfn við Sigurbogann í París. Bandaríski forsetinn afboðaði sig einnig á friðarráðstefnu sem Macron Frakklandsforseti boðaði til á sunnudeginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump virðist finna sig illa á fundum með leiðtogum helstu vinaþjóða Bandaríkjanna til áratuga. Forsetinn hleypti upp G7-fundinum sem var haldinn í Kanada í sumar þegar hann hótaði bandalagsþjóðunum viðskiptastríði og neitaði að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu fundarins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland NATO Tengdar fréttir Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16