Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2018 11:30 Ágúst Arnar Ágústsson sótti um og fékk styrk fyrir verkefni sem líkist mjög öðru sem hann og bróðir hans auglýstu á Kickstarter. Fréttablaðið Tækniþróunarsjóður Rannís veitti Ágústi Arnari Ágústssyni, öðrum svonefndra Kickstarter-bræðra og forstöðumanni trúfélags zúista, tæpa eina og hálfa milljón krónur í styrk vegna sólarselluverkefnis. Verkefnið líkist verulega öðru sem bræðurnir söfnuðu fé fyrir á netinu. Báðir bræðurnir voru rannsakaðir vegna fjárglæfra en bróðir Ágústs Arnars hlaut þungan dóm fyrir fjársvik. Umsvif bræðranna Ágústs Arnars og Einars Ágústssona hafa vakið töluverða athygli undanfarin ár. Mikið var fjallað um safnanir þeirra fyrir nýsköpunarverkefnum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir nokkrum árum og þá stofnuðu þeir trúfélag Zúista sem styr hefur staðið um. Sérstakur saksóknari rannsakaði þá báða í tengslum við fjársvik og Einar hlaut síðar fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr einstaklingum. Verkefnið GRAF er sagt snúast um meðfæranlega sólarsellu sem eigi að hjálpa neytendum að hlaða rafmagnstæki hvar sem er í heiminum. Varan eigi að hámarka nýtingu sólargeisla með „nýrri hönnun“. Verkefnisstjóri þess er Ágúst Arnar Ágústsson, samkvæmt vefsíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís). GRAF var eitt þeirra sextán verkefna sem fékk svonefndan Fræ-styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís sem tilkynnt var um í maí. Styrknum er ætlað að styðja við einstaklinga eða lítil fyrirtæki sem eru á algeru frumstigi. Mest getur hann náð einni og hálfri milljón króna. Á úthlutunarsíðu Rannís kemur fram að GRAF-verkefni Ágústs Arnars hafi fengið 1.455.000 krónur í styrk. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og styrktarféð kemur úr ríkissjóði. Einkahlutafélagið RH16 ehf. sem Ágúst Arnar skráði fyrir styrknum var skráð fyrir Kickstarter-söfnun bræðranna fyrir meðfærilegri vindmyllu sem var stöðvuð af síðunni en þá undir nafninu Janulus. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Ágúst Arnar sótt um framhaldsstyrk frá Rannís. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband bræðranna fyrir sólarólina á Kickstarter á sínum tíma. Klippa: Kickstarter-kynning Mikil líkindi við Kickstarter-verkefni Fjölmiðlar fjölluðu töluvert um safnanir bræðranna á Kickstarter fyrir ýmsum nýsköpunarverkefnum, þar á meðal handhægu vindmyllunni Trinity og fjölnota tölvusnúru. Sögðust þeir hafa safnað um 150.000 dollurum, þá tæpum tuttugu milljónum króna, fyrir vindmyllunni. Sólarselluverkefnið sem Ágúst Arnar fékk styrkinn fyrir virðist líkjast verulega vöru sem hann og Einar söfnuðu styrkjum fyrir á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Það var ól fyrir bakpoka eða myndavélar með sólarsellu sem átti að geta hlaðið raftæki með USB-tengi. Sú söfnun fór fram í nafni félags sem kallaðist Skajaquoda. Það kom síðar við sögu í fjársvikamálinu gegn Einari. Á söfnunarsíðu sólarólarinnar sem bræðurnir kölluðu „Sun Strap“ var Einar titlaður stofnandi og forstjóri Skajaquoda en Ágúst varaforseti. Þeir lýstu sér sem „rannsóknarhópi“ með höfuðstöðvar á Íslandi en „dreifingarmiðstöð“ í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjöldi ummæla er við söfnun bræðranna fyrir sólarólinni frá notendum Kickstarter sem segjast annað hvort ekki hafa fengið vöruna senda eða að hún hafi verið gagnslaus þegar hún barst þeim. „Fékk aldrei ólina mína. Ætla að tilkynna þessa söfnun til Kickstarter,“ skrifaði notandinn Johanathan D. Rowson fyrir ári. „Ég fékk mína en hún var svo illa gerð og lítur ekkert út eins og það sem þeir sýna,“ skrifaði notandi sem kallar sig Ethan Uku og varaði við bræðrunum fyrir tveimur árum. Kickstarter stöðvaði síðar söfnunina fyrir vindmyllu bræðranna. Slíkt er aðeins sagt gert í tilfellum þar sem grunur er um að svik hafi verið í tafli. Efasemdir hafa komið fram um að vindmyllan geti staðið undir því sem sem bræðurnir hafa sagt að hún eigi að geta gert. Sú söfnun fór fram í nafni félagsins Janulusar. Svo virðist sem að Ágúst Arnar hafi breytt nafni þess félags í RH16 árið 2015. Ágúst Arnar er eini skráði stjórnarmaður RH16 ehf. í fyrirtækjaskrá. Félagið er flokkað undir „önnur ótalin sérfærðileg, vísindaleg eða tæknileg starfsemi“ og hafa með „smásölu á heimilistækjum í sérverslunum“ að gera. Afgerandi meirihluti athugasemdanna við Kickstarter-söfnunina fyrir sólarólinni er neikvæður.Skjáskot af Kickstarter Bróðirinn dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Sérstakur saksóknari hóf rannsókn á bæði Ágústi Arnari og Einari þegar árið 2013. Þeir voru meðal annars grunaðir um að misnota svonefnda fjárfestingarleið Seðlabankans þegar gjaldeyrishöft voru enn við lýði. Bræðurnir vildu ekki kannast við að vera til rannsóknar þegar fréttamaður Kastljóss spurði þá í október árið 2015. Skömmu síðar kom í ljós að rannsókn á þeim væri í gangi. Á endanum var hins vegar aðeins Einar ákærður og þá fyrir að hafa svikið 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Félagið Skajaquoda, það sama og skráð var fyrir Kickstarter-söfnuninni fyrir sólarólinni, var einnig ákært í málinu. Einar neitaði sök en var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júní í fyrra. Félagið var dæmt til að sæta upptöku á fénu til að greiða skaðabótakröfur þeirra sem Einar var sakaður um að hafa prettað. Hann áfrýjaði dómnum og var málið tekið fyrir í Landsrétti í síðustu viku. Hvorki núverandi né fyrrverandi lögmenn Ágústs Arnars vildu segja til um hvernig rannsókninni á honum hefði lyktað. Einar Ágústsson var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. Hann neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar.Kickstarter „Gúggla“ ekki endilega nöfn umsækjenda Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, segir við Vísi að sjóðurinn hafi ekki haft upplýsingar um þennan bakgrunn Ágústs Arnars þegar stjórnin samþykkti styrkinn til verkefnis hans. Ekkert hafi komið fram í umsókn hans um að hann væri eða hefði verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. „Við bara vissum ekki að þetta væri gangi á þessum tíma,“ segir hún. Spurð að því hvort að vitneskja um sögu Ágústs Arnars og rannsóknina hefði breytt einhverju um styrkveitinguna segir Hrund að það hefði hiklaust verið tekið til umfjöllunar. „Ef það er eitthvað misjafnt í gangi eða undir rannsókn hefðum sett þetta aðeins á ís og séð hvað kæmi út úr þessu, hvort maðurinn væri sekur eða saklaus. Við myndum aldrei styrkja einhvern sem væri á sakarskrá út af einhverju svona,“ segir hún. Hún segir þó að í skýrslu sem skilað hafi verið um framþróun verkefnis Ágústs Arnars hafi allt staðist. Sjóðurinn muni ekki aðhafast frekar nú enda sé búið að veita styrkinn og verkefninu lokið. Hrund lýsir Fræinu sem frjálslegasta og langlægsta styrknum sem Tækniþróunarsjóðurinn veitir. Umsækjendur gefi upp nafn á fyrirtæki, nafn sitt, símanúmer sitt, hvaða bakgrunn þeirra hafa. Umsækjendur eru ekki beðnir um að skila sakarvottorði. „Þegar fólk skilar umsókn í Fræið erum við ekki að gúggla nöfnin endilega. Það sem kemur fram á umsókn er látið standa,“ segir hún. Fagráðið fjallar um umsóknir áður en stjórn sjóðsins tekur endanlega ákvörðun um þær. „Aðalmálið í Fræinu er hugmyndin. Er hún þessi virði að prófa hana? Allt þetta stóðst viðmið fagráðs,“ segir hún um verkefni Ágústs Arnars. Þegar hærri styrkir eru veittir úr sjóðnum þekki starfsmenn hans yfirleitt vel til teymanna sem sækja um þá og þeir séu veittir að vel ígrunduðu máli. Spurð að því hvort að Fræ-styrkirnir gætu verið berskjaldaðir fyrir því að mögulegir svikahrappar misnoti þá segir Hrund að slík mál hafi aldrei komið inn á borð Rannís þrátt fyrir að hún veiti hundruð styrkja á hverju ári. „Ég myndi halda að líkurnar væru alveg hverfandi,“ segir hún. Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs. Dularfullt trúfélag sem fær tugi milljóna frá ríkinu Bræðurnir tveir eru einnig lykilleikendur í dularfullri sögu trúfélagsins Zuism sem er sagt byggja á grunni trúarbragða fornu þjóðar Súmera. Þeir fengu leyfi hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra til að stofna trúfélagið árið 2013 en engin starfsemi virðist hafa farið fram á vegum þess. Áður en sýslumaður hugðist afskrá trúfélagið auglýsti hann eftir félögum eða aðstandendum sem vildu gangast við því. Hópur fólks sem sagðist vilja umbætur á lagaumhverfi trúfélaga og virtist vilja mótmæla fyrirkomulagi sóknargjalda sem ríkið greiðir trúfélögum landsins tók félagið yfir í kjölfarið og lofaði að endurgreiða félögum sínum sóknargjöldin. Loforðið um endurgreiðslu laðaði fjölda fólks að Zúisma. Þannig fór fjöldi skráðra landsmanna í félaginu úr fjórum árið 2015 í 3.087 árið eftir samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þegar ljóst var að trúfélagið fengi tugi milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu steig Ágúst Arnar fram og gerði tilkall til yfirráða í félaginu og þar með fjármununum. Sýslumaðurinn varð á endanum við kröfu Ágústs Arnars og skráði hann sem forstöðumann trúfélagsins. Í október í fyrra fengu Zúistar greiddar út rúmar 53 milljónir króna sem ríkið hafði haldið eftir af sóknargjöldum á meðan deilt var um forráð yfir félaginu. Félagið gerir nú kröfu á hendur ríkinu um dráttarvexti á sóknargjöldunum sem það hélt eftir á meðan úrskurðað var um yfirráð í félaginu. Félögum í trúfélagi Zúista fækkaði nokkuð eftir þessar vendingar, ekki síst eftir að hópurinn sem hafði tekið félagið yfir og lofað endurgreiðslum hvatti meðlimi til þess að skrá sig úr því. Engu að síður eru enn hátt í 2.000 manns skráðir í félagið samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ágúst Arnar lofaði að standa við heit hópsins um að endurgreiða félögum sóknargjöldin. Í nóvember í fyrra sagðist hann byrjaður að greiða félögum. Hann hefur hins vegar ekki viljað gefa upplýsingar um hversu margir hafi fengið endurgreitt og hversu mikið af sóknargjöldunum hafi verið greitt út til félaga. Nýlega auglýsti félagið aftur eftir umsóknum félagsmanna sinna um endurgreiðslur á sóknargjöldum. Sóknargjöld næsta árs eru miðuð við félagafjölda 1. desember. Miðað við núverandi félagafjölda fá zúistar tugi milljóna króna frá ríkinu á næsta ári. Félagið að baki sólarselluverkefnisins er skráð á póstkassa að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands.Vísir/VIlhelm Zúistar ekki þar sem þeir eru skráðir Ekki náðist í Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar. Hann virðist ekki hafa skráð símanúmer á Já.is og svaraði hann hvorki síma sem blaðamaður fékk upplýsingar um að hann hefði, Facebook-skilaboðum né tölvupósti á póstfang sem bræðurnir notuðu til senda fjölmiðlum tilkynningu um vindmylluverkefni sitt á sínum tíma. Í fyrirtækjaskrá er Ágúst Arnar sagður stjórnarformaður Zuism, trúfélags. Rekstrarfélagið er skráð til lögheimilis að Nethyl 2b í Reykjavík. Gefið er upp farsímanúmer á trúfélagið á Já.is en þegar hringt er í það segir sjálfvirkur símsvari að númerið sé ekki virkt. Ekkert bendir til þess að trúfélagið hafi starfsemi að Nethyl. Nafn félagsins Janulusar, félagsins var skráð fyrir Trinity-vindmyllunni og fjölnota tölvusnúrunni sem bræðurnir söfnuðu fyrir á Kickstarter, er hins vegar að finna á dyrabjöllu á annarri hæð þar sem leigð eru út skrifstofurými. Janulus varð síðar að RH16 ehf, félaginu sem Ágúst Arnar skráði fyrir verkefninu sem Tækniþróunarsjóður styrkti í vor. Starfsmaður fyrirtækis sem leigir skrifstofu að Nethyl taldi í stuttu spjalli við blaðamann að bræðurnir væru löngu farnir þaðan. Þeir hefðu farið þaðan í síðasta lagi árið 2015. Janulus er skráð á Já.is á Dalvegi 16b í Kópavogi en símanúmer sem er gefið upp virðist ótengt. Þar er nafn félagsins enn letrað fyrir ofan fellihurð á litlu verkstæði. Enginn kom þar til dyra á föstudag en starfsmenn fyrirtækis í rýminu við hliðina sögðu að bræðurnir hefðu ekki sést þar frá því að fréttamaður Kastljóss og lögregla birtust þar árið 2015. RH16 ehf. er skráð með lögheimili að Borgartúni 22 í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis leigir Ágúst Arnar skrifstofu í húsnæði Flugvirkjafélags Íslands þar. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður bankaði þar upp á í gær. Í frétt á vef zúista frá því í byrjun september var auglýst að aðalfundur trúfélagsins yrði haldinn á þriðju hæð hússins 14. september. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59 Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. 15. nóvember 2016 06:30 Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tækniþróunarsjóður Rannís veitti Ágústi Arnari Ágústssyni, öðrum svonefndra Kickstarter-bræðra og forstöðumanni trúfélags zúista, tæpa eina og hálfa milljón krónur í styrk vegna sólarselluverkefnis. Verkefnið líkist verulega öðru sem bræðurnir söfnuðu fé fyrir á netinu. Báðir bræðurnir voru rannsakaðir vegna fjárglæfra en bróðir Ágústs Arnars hlaut þungan dóm fyrir fjársvik. Umsvif bræðranna Ágústs Arnars og Einars Ágústssona hafa vakið töluverða athygli undanfarin ár. Mikið var fjallað um safnanir þeirra fyrir nýsköpunarverkefnum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir nokkrum árum og þá stofnuðu þeir trúfélag Zúista sem styr hefur staðið um. Sérstakur saksóknari rannsakaði þá báða í tengslum við fjársvik og Einar hlaut síðar fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr einstaklingum. Verkefnið GRAF er sagt snúast um meðfæranlega sólarsellu sem eigi að hjálpa neytendum að hlaða rafmagnstæki hvar sem er í heiminum. Varan eigi að hámarka nýtingu sólargeisla með „nýrri hönnun“. Verkefnisstjóri þess er Ágúst Arnar Ágústsson, samkvæmt vefsíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís). GRAF var eitt þeirra sextán verkefna sem fékk svonefndan Fræ-styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís sem tilkynnt var um í maí. Styrknum er ætlað að styðja við einstaklinga eða lítil fyrirtæki sem eru á algeru frumstigi. Mest getur hann náð einni og hálfri milljón króna. Á úthlutunarsíðu Rannís kemur fram að GRAF-verkefni Ágústs Arnars hafi fengið 1.455.000 krónur í styrk. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og styrktarféð kemur úr ríkissjóði. Einkahlutafélagið RH16 ehf. sem Ágúst Arnar skráði fyrir styrknum var skráð fyrir Kickstarter-söfnun bræðranna fyrir meðfærilegri vindmyllu sem var stöðvuð af síðunni en þá undir nafninu Janulus. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Ágúst Arnar sótt um framhaldsstyrk frá Rannís. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband bræðranna fyrir sólarólina á Kickstarter á sínum tíma. Klippa: Kickstarter-kynning Mikil líkindi við Kickstarter-verkefni Fjölmiðlar fjölluðu töluvert um safnanir bræðranna á Kickstarter fyrir ýmsum nýsköpunarverkefnum, þar á meðal handhægu vindmyllunni Trinity og fjölnota tölvusnúru. Sögðust þeir hafa safnað um 150.000 dollurum, þá tæpum tuttugu milljónum króna, fyrir vindmyllunni. Sólarselluverkefnið sem Ágúst Arnar fékk styrkinn fyrir virðist líkjast verulega vöru sem hann og Einar söfnuðu styrkjum fyrir á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Það var ól fyrir bakpoka eða myndavélar með sólarsellu sem átti að geta hlaðið raftæki með USB-tengi. Sú söfnun fór fram í nafni félags sem kallaðist Skajaquoda. Það kom síðar við sögu í fjársvikamálinu gegn Einari. Á söfnunarsíðu sólarólarinnar sem bræðurnir kölluðu „Sun Strap“ var Einar titlaður stofnandi og forstjóri Skajaquoda en Ágúst varaforseti. Þeir lýstu sér sem „rannsóknarhópi“ með höfuðstöðvar á Íslandi en „dreifingarmiðstöð“ í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjöldi ummæla er við söfnun bræðranna fyrir sólarólinni frá notendum Kickstarter sem segjast annað hvort ekki hafa fengið vöruna senda eða að hún hafi verið gagnslaus þegar hún barst þeim. „Fékk aldrei ólina mína. Ætla að tilkynna þessa söfnun til Kickstarter,“ skrifaði notandinn Johanathan D. Rowson fyrir ári. „Ég fékk mína en hún var svo illa gerð og lítur ekkert út eins og það sem þeir sýna,“ skrifaði notandi sem kallar sig Ethan Uku og varaði við bræðrunum fyrir tveimur árum. Kickstarter stöðvaði síðar söfnunina fyrir vindmyllu bræðranna. Slíkt er aðeins sagt gert í tilfellum þar sem grunur er um að svik hafi verið í tafli. Efasemdir hafa komið fram um að vindmyllan geti staðið undir því sem sem bræðurnir hafa sagt að hún eigi að geta gert. Sú söfnun fór fram í nafni félagsins Janulusar. Svo virðist sem að Ágúst Arnar hafi breytt nafni þess félags í RH16 árið 2015. Ágúst Arnar er eini skráði stjórnarmaður RH16 ehf. í fyrirtækjaskrá. Félagið er flokkað undir „önnur ótalin sérfærðileg, vísindaleg eða tæknileg starfsemi“ og hafa með „smásölu á heimilistækjum í sérverslunum“ að gera. Afgerandi meirihluti athugasemdanna við Kickstarter-söfnunina fyrir sólarólinni er neikvæður.Skjáskot af Kickstarter Bróðirinn dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Sérstakur saksóknari hóf rannsókn á bæði Ágústi Arnari og Einari þegar árið 2013. Þeir voru meðal annars grunaðir um að misnota svonefnda fjárfestingarleið Seðlabankans þegar gjaldeyrishöft voru enn við lýði. Bræðurnir vildu ekki kannast við að vera til rannsóknar þegar fréttamaður Kastljóss spurði þá í október árið 2015. Skömmu síðar kom í ljós að rannsókn á þeim væri í gangi. Á endanum var hins vegar aðeins Einar ákærður og þá fyrir að hafa svikið 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Félagið Skajaquoda, það sama og skráð var fyrir Kickstarter-söfnuninni fyrir sólarólinni, var einnig ákært í málinu. Einar neitaði sök en var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í júní í fyrra. Félagið var dæmt til að sæta upptöku á fénu til að greiða skaðabótakröfur þeirra sem Einar var sakaður um að hafa prettað. Hann áfrýjaði dómnum og var málið tekið fyrir í Landsrétti í síðustu viku. Hvorki núverandi né fyrrverandi lögmenn Ágústs Arnars vildu segja til um hvernig rannsókninni á honum hefði lyktað. Einar Ágústsson var sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. Hann neitaði sök og hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar.Kickstarter „Gúggla“ ekki endilega nöfn umsækjenda Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, segir við Vísi að sjóðurinn hafi ekki haft upplýsingar um þennan bakgrunn Ágústs Arnars þegar stjórnin samþykkti styrkinn til verkefnis hans. Ekkert hafi komið fram í umsókn hans um að hann væri eða hefði verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. „Við bara vissum ekki að þetta væri gangi á þessum tíma,“ segir hún. Spurð að því hvort að vitneskja um sögu Ágústs Arnars og rannsóknina hefði breytt einhverju um styrkveitinguna segir Hrund að það hefði hiklaust verið tekið til umfjöllunar. „Ef það er eitthvað misjafnt í gangi eða undir rannsókn hefðum sett þetta aðeins á ís og séð hvað kæmi út úr þessu, hvort maðurinn væri sekur eða saklaus. Við myndum aldrei styrkja einhvern sem væri á sakarskrá út af einhverju svona,“ segir hún. Hún segir þó að í skýrslu sem skilað hafi verið um framþróun verkefnis Ágústs Arnars hafi allt staðist. Sjóðurinn muni ekki aðhafast frekar nú enda sé búið að veita styrkinn og verkefninu lokið. Hrund lýsir Fræinu sem frjálslegasta og langlægsta styrknum sem Tækniþróunarsjóðurinn veitir. Umsækjendur gefi upp nafn á fyrirtæki, nafn sitt, símanúmer sitt, hvaða bakgrunn þeirra hafa. Umsækjendur eru ekki beðnir um að skila sakarvottorði. „Þegar fólk skilar umsókn í Fræið erum við ekki að gúggla nöfnin endilega. Það sem kemur fram á umsókn er látið standa,“ segir hún. Fagráðið fjallar um umsóknir áður en stjórn sjóðsins tekur endanlega ákvörðun um þær. „Aðalmálið í Fræinu er hugmyndin. Er hún þessi virði að prófa hana? Allt þetta stóðst viðmið fagráðs,“ segir hún um verkefni Ágústs Arnars. Þegar hærri styrkir eru veittir úr sjóðnum þekki starfsmenn hans yfirleitt vel til teymanna sem sækja um þá og þeir séu veittir að vel ígrunduðu máli. Spurð að því hvort að Fræ-styrkirnir gætu verið berskjaldaðir fyrir því að mögulegir svikahrappar misnoti þá segir Hrund að slík mál hafi aldrei komið inn á borð Rannís þrátt fyrir að hún veiti hundruð styrkja á hverju ári. „Ég myndi halda að líkurnar væru alveg hverfandi,“ segir hún. Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs. Dularfullt trúfélag sem fær tugi milljóna frá ríkinu Bræðurnir tveir eru einnig lykilleikendur í dularfullri sögu trúfélagsins Zuism sem er sagt byggja á grunni trúarbragða fornu þjóðar Súmera. Þeir fengu leyfi hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra til að stofna trúfélagið árið 2013 en engin starfsemi virðist hafa farið fram á vegum þess. Áður en sýslumaður hugðist afskrá trúfélagið auglýsti hann eftir félögum eða aðstandendum sem vildu gangast við því. Hópur fólks sem sagðist vilja umbætur á lagaumhverfi trúfélaga og virtist vilja mótmæla fyrirkomulagi sóknargjalda sem ríkið greiðir trúfélögum landsins tók félagið yfir í kjölfarið og lofaði að endurgreiða félögum sínum sóknargjöldin. Loforðið um endurgreiðslu laðaði fjölda fólks að Zúisma. Þannig fór fjöldi skráðra landsmanna í félaginu úr fjórum árið 2015 í 3.087 árið eftir samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þegar ljóst var að trúfélagið fengi tugi milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu steig Ágúst Arnar fram og gerði tilkall til yfirráða í félaginu og þar með fjármununum. Sýslumaðurinn varð á endanum við kröfu Ágústs Arnars og skráði hann sem forstöðumann trúfélagsins. Í október í fyrra fengu Zúistar greiddar út rúmar 53 milljónir króna sem ríkið hafði haldið eftir af sóknargjöldum á meðan deilt var um forráð yfir félaginu. Félagið gerir nú kröfu á hendur ríkinu um dráttarvexti á sóknargjöldunum sem það hélt eftir á meðan úrskurðað var um yfirráð í félaginu. Félögum í trúfélagi Zúista fækkaði nokkuð eftir þessar vendingar, ekki síst eftir að hópurinn sem hafði tekið félagið yfir og lofað endurgreiðslum hvatti meðlimi til þess að skrá sig úr því. Engu að síður eru enn hátt í 2.000 manns skráðir í félagið samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ágúst Arnar lofaði að standa við heit hópsins um að endurgreiða félögum sóknargjöldin. Í nóvember í fyrra sagðist hann byrjaður að greiða félögum. Hann hefur hins vegar ekki viljað gefa upplýsingar um hversu margir hafi fengið endurgreitt og hversu mikið af sóknargjöldunum hafi verið greitt út til félaga. Nýlega auglýsti félagið aftur eftir umsóknum félagsmanna sinna um endurgreiðslur á sóknargjöldum. Sóknargjöld næsta árs eru miðuð við félagafjölda 1. desember. Miðað við núverandi félagafjölda fá zúistar tugi milljóna króna frá ríkinu á næsta ári. Félagið að baki sólarselluverkefnisins er skráð á póstkassa að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands.Vísir/VIlhelm Zúistar ekki þar sem þeir eru skráðir Ekki náðist í Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar. Hann virðist ekki hafa skráð símanúmer á Já.is og svaraði hann hvorki síma sem blaðamaður fékk upplýsingar um að hann hefði, Facebook-skilaboðum né tölvupósti á póstfang sem bræðurnir notuðu til senda fjölmiðlum tilkynningu um vindmylluverkefni sitt á sínum tíma. Í fyrirtækjaskrá er Ágúst Arnar sagður stjórnarformaður Zuism, trúfélags. Rekstrarfélagið er skráð til lögheimilis að Nethyl 2b í Reykjavík. Gefið er upp farsímanúmer á trúfélagið á Já.is en þegar hringt er í það segir sjálfvirkur símsvari að númerið sé ekki virkt. Ekkert bendir til þess að trúfélagið hafi starfsemi að Nethyl. Nafn félagsins Janulusar, félagsins var skráð fyrir Trinity-vindmyllunni og fjölnota tölvusnúrunni sem bræðurnir söfnuðu fyrir á Kickstarter, er hins vegar að finna á dyrabjöllu á annarri hæð þar sem leigð eru út skrifstofurými. Janulus varð síðar að RH16 ehf, félaginu sem Ágúst Arnar skráði fyrir verkefninu sem Tækniþróunarsjóður styrkti í vor. Starfsmaður fyrirtækis sem leigir skrifstofu að Nethyl taldi í stuttu spjalli við blaðamann að bræðurnir væru löngu farnir þaðan. Þeir hefðu farið þaðan í síðasta lagi árið 2015. Janulus er skráð á Já.is á Dalvegi 16b í Kópavogi en símanúmer sem er gefið upp virðist ótengt. Þar er nafn félagsins enn letrað fyrir ofan fellihurð á litlu verkstæði. Enginn kom þar til dyra á föstudag en starfsmenn fyrirtækis í rýminu við hliðina sögðu að bræðurnir hefðu ekki sést þar frá því að fréttamaður Kastljóss og lögregla birtust þar árið 2015. RH16 ehf. er skráð með lögheimili að Borgartúni 22 í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis leigir Ágúst Arnar skrifstofu í húsnæði Flugvirkjafélags Íslands þar. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður bankaði þar upp á í gær. Í frétt á vef zúista frá því í byrjun september var auglýst að aðalfundur trúfélagsins yrði haldinn á þriðju hæð hússins 14. september.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59 Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. 15. nóvember 2016 06:30 Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59
Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. 15. nóvember 2016 06:30
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Enn eru 2.385 manns skráðir í söfnuð Zúista. 26. október 2017 13:03
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45