Segir lögreglu hafa farið offari í meðferð á sykursjúkum dreng Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á. Lögreglumál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á.
Lögreglumál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira