Áratugur breytinga: Íslendingar og umhverfismál Ólafur Elínarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun