Reykjavíkurpistill árið 2030 Hjálmar Sveinsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun