Reykjavíkurpistill árið 2030 Hjálmar Sveinsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun