InSight lendir eða brotlendir á Mars í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent