InSight lendir eða brotlendir á Mars í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira