Magnaðir loftfimleikar hjá leikmanni Seattle Seahawks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 11:00 Chris Carson á flugi. Vísir/Getty Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018 NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira