Prjónles Guðmundur Brynjólfsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á dögunum rásaði ég eins og styggur hrútur inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan fór ég í fljúgandi stíu til útlanda. Ég asnaðist til þess að taka með mér of stórt rakspíraglas. „Úps!“ sagði stúlkan í vopna- og eiturleitinni, „við verðum að henda því.“ Og svo horfði ég á eftir Dior í bláu glasi hverfa ofan í sorpsamfélagið – þar sem ilmurinn ræður ríkjum. Þetta var mér einum að kenna. Stúlkan á flugvellinum vann sína vinnu af samviskusemi og á hrós skilið fyrir að láta ekki fegurð mína og dýra angan forfæra hug sinn og hleypa mér í gegn með vökvann dýra. Ég hafði ekki setið lengi í háloftunum þegar kona mér með öllu framandi – en þó íslensk – tók upp prjónadótið sitt (mér sýndist þetta vera Anna og Clara bómullargarn – og konan breiðfirsk) hún sat næst mér á hægri hönd, en eiginkona mín við gluggann. Sú prjónglaða hafði skitugræna barnamussu, eða magabelti fyrir fullorðna, á prjónunum sem voru fjórir á lofti svellþykkir og drjúgt langir. Með spjótum þessum hefði konan, með viljastyrk og röskleika, geta drepið farþega í einum átta sætaröðum áður en flugfreyjan hefði getað sagt svo mikið sem „Saga shop“. Ég varð hræddur og gerði mér upp migu til þess að komast fjær þessari kvinnu og talaði svo flugfreysku með augnagotum og varafettum við konu mína svo hún mætti skilja að ég vildi skipta við hana um sæti. Enda hentugra að hún verði jörðuð á undan mér því ég er vígður maður og kann meira inn á sálmaval fyrir útfarir og þess háttar bix en hún, sérkennarinn. Hvers vegna má fara með fjóra 30 sentímetra prjóna í flug? – þegar það er ekki einu sinni verið að prjóna úr íslenskri ull.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar