Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Arnar Helgi Magnússon skrifar 24. nóvember 2018 20:02 Patrekur er stoltur. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu” Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30