Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Verjandi Thomasar segir mikilvægt að handtakan og málsmeðferðin verði endurskoðuð. Fréttablaðið/Anton Brink Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir réttindum ákærða,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæstaréttar að um brot á rétti skjólstæðings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukkustundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björgvin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktakagreiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæstarétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldisrétt Íslands hafi ekki getað veitt handtökunni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athugasemdir við að íslenskir lögreglumenn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkisborgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlenskum yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæstiréttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Björgvin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæstarétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildissviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitarmönnum um borð í báti með fíkniefnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir handtökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Thomas Møller Olsen mun óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms sem dæmdi Thomas til 19 ára fangelsisvistar fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. „Málsmeðferðin fyrir Landsrétti ber vott um virðingarleysi fyrir réttindum ákærða,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, og segir að byggt verði á því í beiðni til Hæstaréttar að um brot á rétti skjólstæðings síns til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið að ræða. Nefnir Björgvin bæði lengd aðalmeðferðar sem lokið var á einum degi og skeytingarleysi gagnvart fjölda vafaatriða í málinu sem hafnað sé með litlum eða engum rökstuðningi í forsendum dómsins. Eins og Fréttablaðið fjallaði um stóð aðalmeðferð í Landsrétti frá klukkan níu að morgni og þangað til klukkan var langt gengin í tíu að kvöldi eða í tæpar þrettán klukkustundir. „Það segir sig sjálft að hvorki dómarar né aðrir þjónar réttarins, saksóknari eða verjandi, geta haldið fullkominni einbeitingu í svona langan tíma,“ segir Björgvin. „Við munum einnig byggja á því að sjálfur dómsformaðurinn hafi verið vanhæfur í málinu en fyrir liggur að áður en hann var skipaður dómari við Landsrétt þáði hann sem aðstoðarmaður verktakagreiðslur frá ákæruvaldinu fyrir lögfræðiráðgjöf, á árunum 2009 til 2014,“ segir Björgvin og vísar til lögfræðiráðgjafar sem Sigurður Tómas Magnússon veitti Sérstökum saksóknara á umræddu tímabili og fékk alls greiddar rúmar 50 milljónir í verktakagreiðslur. Björgvin segir ljóst að þó að menn hafi starfað fyrir ákæruvaldið valdi það ekki sjálfkrafa vanhæfi til að gegna dómarastörfum. Hins vegar hafi Sigurður þegið verktakagreiðslur og það horfi öðruvísi við. Hann nefnir einnig hina umdeildu handtöku um borð í Polar Nanoq sem lögfræðilegt atriði sem mikilvægt sé að fá skorið úr um fyrir Hæstarétti. Í dómi Landsréttar er fallist á að ákvæði laganna um fullveldisrétt Íslands hafi ekki getað veitt handtökunni lagastoð. Á hitt beri að líta að hvorki dönsk né grænlensk yfirvöld hafi gert athugasemdir við að íslenskir lögreglumenn hafi farið um borð í skipið og handtekið hina grænlensku ríkisborgara. Þau hafi jafnframt sýnt samvinnu um aðgerðirnar. Björgvin segir handtökuna ekki verða lögmæta við það eitt að henni hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af dönskum eða grænlenskum yfirvöldum. Full þörf sé á að fjallað verði um hana í Hæstarétti enda sé niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar til þess fallin að valda mikilli réttaróvissu. „Veiti Hæstiréttur ekki áfrýjunarleyfi er ekki annað að gera en leita til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Björgvin. Hann segir mikilvægt að bæði handtakan og málsmeðferðin sem Thomas fékk fyrir Landsrétti, fái endurskoðun, ef ekki fyrir Hæstarétti, þá í Strassborg. Hann segir mannréttindadómstólinn hafa fjallað um handtökur á sjó og svipuð álitaefni og hér er um að ræða og ljóst sé að þau geti fallið innan gildissviðs mannréttindasáttmála Evrópu. Hann vísar til máls um handtöku framkvæmda af frönskum sérsveitarmönnum um borð í báti með fíkniefnafarm. Niðurstaða MDE hafi verið að fullnægjandi heimild fyrir handtökunni hafi ekki verið fyrir hendi og því um brot á ákvæðum sáttmálans að ræða.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira