Fimmta hver kona á Íslandi fær nú ávísað þunglyndislyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Mikil þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er áhyggjuefni, segir Landlæknisembættið. Nordicphotos/Getty Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira